Algeng Villuboð

Low flow (LF, FLO, FL, FL1, eða þrír blikkandi punktar) = Athugaðu hvort síurnar eru hreinar og í góðu ásigkomulagi. Athugaðu hvort hringrásardælan er enn að hreyfa við vatninu. Er nægt vatn í pottinum? Ef þú ert með þrýstirofa gæti þurft að stilla hann.

Heater Dry eða Overheat (OH, OHH, HFL, DY, DRY) = Er búið að loftæma allar dælur og hitara? Athuga með allar síur? Er hringrásardælan enn að hreyfa við vatninu?

Sensor Errors (SN, SNT, SNH, SNS, S1, S2) = Oft eru þessar aðvaranir vegna bilaðra skynjara, en stundum eru þetta vandamál á stjórnborðinu (PCB).

Útsláttur = Hvenær gerist þetta? Er eitthvað mynstur? Ef þetta gerist þegar þú ýtir á ákveðinn hnapp er þetta líklega tengt þeim búnaði sem þú ert að reyna að ræsa. Athugaðu t.d. hvort potturinn slær út þegar hitarinn fer í gang, því það gefur til kynna að eitthvað sé að hitaranum/elementinu.

Potturinn lekur = Hversu mikið vatn tapast á sólarhring eða viku? Hefur þú opnað hliðarnar á pottinum til að sjá hvar lekinn er? Ertu búin/nn að ganga úr skugga um að allar rær séu vel hertar?

pd = Aflgjafi, potturinn er að keyra á vararafhlöðu til að halda inni stillingum.

OH = Ofhitnun, hitanemarnir greina hita yfir hættumörkum. 44-48°C.

OHH = Potturinn er búinn að slökkva á sér sökum þess að hitinn er kominn yfir 48°C.

OHS = Yfirhiti, potturinn slökkti á sér sökum þess að einn hitaneminn greindi hita um eða yfir 45°C.

Flo = Ófullnægjandi vatnsflæði eða bilun í þrýstirofa.

Cool = Vatnshiti 20°C undir takmarki.

ICE = Potturinn nemur aðstæður þar sem vatnið í honum gæti frosið, fer þá sjálfkrafa í keyrslu sem kemur í veg fyrir það.

Sn1 = Bilun í yfirhitavara.

Sn3 = Bilun í hitanemum.

SnA = Potturinn slökkti á sér, hitanemi A virkar ekki.

Snb = Potturinn slökkti á sér, hitanemi B virkar ekki.

SnS = Hitanemar í ójafnvægi, ef þessi skilaboð komu upp ásamt hitaskilaboðum gæti þetta ástand verið tímabundið. Ef að skjárinn sýnir bara þessi skilaboð og blikkar slekkur potturinn á sér.

HFL = Mikill munur á milli hitanema, gæti verið merki um vatnsflæðisvandamál.

LF = Síendurtekið vatnsflæðisvandamál. (Kemur upp ef „HFL“ skilaboð hafa komið upp 5 sinnum innan 24 klukkustunda). Slökkt er á hitaranum, en allt annað í pottinum er virkt.

dr = Ekki nægilegt vatn í hitaranum.dry = Ófullnægjandi vatnsmagn í hitaranum. (Kemur á skjáinn í 3ja tilfelli þar sem „dr“ skilaboðin eru sýnd). Potturinn slekkur á sér.

Pr = Þegar kveikt er á pottinum þá fer hann í svokallað Priming Mode. Sem er sjálfspróf sem potturinn fer í gegnum í hvert skipti sem kveikt er á honum. Tekur 3-5 mínútur.

ILOC = Varúðarráðstöfun sem slekkur á pottinum. Potturinn greinir möguleika á „Pump Spike“ eða „Ozone Spike“ Þar sem skyndilega gæti komið óeðlilega mikill þrýstingur frá annaðhvort nudd-dælunni eða frá ozonatornum.

(—) = Potturinn greinir ekki hitann á vatninu. (Kemur upp eftir að það er búið að fylla pottinn og kveikt er á honum).

Std = Potturinn í Standard Mode.

Ecn = Potturinn í Economy Mode.

SE = Potturinn í Standard-in-Economy Mode.

FLO = Ófullnægjandi vatnsflæði eða bilun í þrýstirofa, rofi opinn.

FLC = Bilun í þrýstirofa, rofi lokaður.

Prr = Bilun í hitanema.

Prh = Bilun í hámarkahitanema.

HL = Ofhitnun, hitanemi mælir 48°C

FrE = Frostviðvörun

ILOC = Varúðarráðstöfun sem slekkur á pottinum. Potturinn greinir möguleika á „Pump Spike“ eða „Ozone Spike“ Þar sem skyndilega gæti komið óeðlilega mikill þrýstingur frá annaðhvort nudd-dælunni eða frá ozonatornum.

FLO = Ófullnægjandi vatnsflæði eða bilun í þrýstirofa.

Hold = Ýtt hefur verið of oft eða of hratt á takka.

HOT = Ofhitnun á tölvu, kælivifta fer í gang.

ICE = Frostviðvörun

Pnl = Truflun í samskiptum milli tölvu og takkaborðs.

Sn1 = Bilun í yfirhitavara.

Sn3 = Bilun í hitanema.

HiLi = Ofhitnun, hitanemarnir greina hita yfir hættumörkum.

BJ2P = Pumpa/dæla í hreinsun. ­ Eðlilegt ástand.

FP = Frostviðvörun

SS = 0;SS=S;LS=O;LS=S: Margvíslegar orsakir; Opnir nemar, slæm tenging við takkaborð, ónægur straumur, o.s.frv.

CoLd = Hitastig í hitakerfi er undir 4° C. Staða á hita elementi er óþekkt. Dælubúnaður mun halda áfram virkni þar til hitastig hækkar yfir 7° C.

OH = Yfirhiti. Hitinn á pottinum 42° C. Ekki nota pottinn ef hitaskilaboð blikka eða OH skilaboð birtast á skjá.

HLoH = Yfirhiti, hitanemi ótengdur, sleginn út eða hitinn á pottinum er yfir 44° C.

SEoP = Nemi opinn eða ótengdur. Hitari óvirkjaður en potturinn er nothæfur.

SESH = Nemi sleginn út eða ótengdur. Hitari óvirkjaður en potturinn er nothæfur.

PSoC = Þrýstirofi opinn með með hringrásardælu.

PSoL = Þrýstirofi opinn með með litlu flæði.

PSoH = Þrýstirofi opinn með með miklu flæði.

ToE = Rann út á tíma. Sjaldgæf kerfisvilla. Pottur ónothæfur.

Sn1 = Bilun í yfirhitavara. Hitari óvirkjaður.

Sn2 = Bilun í hitanema. Hitari óvirkjaður.

FL1 = Ófullnægjandi vatnsflæði eða bilun í þrýstirofa. Athugið vatnsmagn og hvort dæla sé í lagi. Athugið hvort filter sé stíflaður.

FL2 = Bilun í þrýstirofa. Rofi lokaður en dæla óvirkjuð.

COL = Ef hitastig fer 6º niður fyrir valið hitastig mun lágþrýstidæla og hitari koma hitastigi í innan við 3º frá völdu hitastigi.

ICE = Kæliviðvörun. 12ºC hiti. Dæla og hitakerfi munu fara í gang þegar hitastig nær 18ºC.

OH = Yfirhiti, hitastig hefur náð 43º C. Varað við að nota pottinn. Lágþrýstidæla (og kælivifta, sé hún til staðar) munu virkjast til að kæla pottinn.

= „Watchdog“. Ofhitnun, hiti hefur náð 47ºC. Potturinn slekkur á sér.

Caldera Spas

Fantasy Spas

Vantar þig aðstoð?