Viðgerðir & þjónusta

Senda viðgerðarbeiðni

Það getur einfaldað málin töluvert fyrir okkur að fá sendar myndir af búnaðinum sem er bilaður. Það getur því verið tilvalið að taka nokkrar myndir á snjallsímann og senda okkur þær til laugin@laugin.is áður en við erum fengnir á staðinn eða rætt við okkur í síma um bilanir.

Hafið samband eða komið við

Við gerum við leka í pottinum

Við yfirförum rör og barka og annan tengibúnað fyrir nudd og hringrás. Eigum á lager allan fittings, deilikistur, nuddstúta og fleira sem algengast er að gefi sig.

Við gerum við dælur

Skiptum um dæluhjól, legur, ásþétti og gangþétta í dælum. Eða skiptum dælunni út fyrir nýja.

Gerum við eða skiptum út
rafbúnaði

Við eigum á lager hitaelement, þrýstirofa, ný stjórnkerfi og annan rafbúnað fyrir heita potta.
icons8-errorCreated with Sketch.

Algeng villuboð og fyrstu viðbrögð