Um okkur

Laugin ehf

Laugin ehf var stofnuð árið 2012 af Steinari Þór Þórissyni pípulagningameistara og er í dag eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði. Frá upphafi hefur Laugin lagt áherslu á góða, faglega og persónulega þjónustu. Eru með gott úrval fylgihluta varahluta og hreinsiefna. Einnig er stór þáttur hjá Lauginni uppsetningar, tengingar, ráðgjöf og viðgerðarþjónusta fyrir alla potta og sundlaugar óháð tegund. Laugin þjónustar heimili, sundstaði, hótel og líkamsæktarstöðvar. Hjá Lauginni starfa pípulagningamenn og rafvirki er á okkar snærum sem hafa áralanga reynslu á þessu sviði. Undanfarið hefur Laugin verið að auka vöruúrval og þjónustu og má þar nefna sauna og fylgihluti frá finnska framleiðandanum Sentiotec. Nýlega eignaðist Laugin fyrirtækið Lok.is sem hefur um árbil framleitt hágæða einangrunarlok á allar gerðir potta óháð stærð og lögun. Laugin býður uppá sérfræðiráðgjöf. Miklu skiptir, áður en farið er af stað, að velja rétta stýringu og allan þann búnað sem þarf til, hvort sem um er að ræða hitaveitupott, rafmagnspott, sundlaug eða sauna. Upplagt er að setjast niður með ráðgjafa og skoða þær lausnir sem í boði eru og hvað hentar hverjum og einum viðskiptavini. Laugin býður uppá þjónustusamninga við stéttarfélög, ferðaþjónustuaðila, hótel, einstaklinga með eftirlit, þrif og annað sem þarf að sinna við rekstur baðstaða.

Staðsetning

Smiðjuvegur 2
200 Kópavogur

Starfsmenn

Framkvæmdastjóri

Steinar Þór Þórisson

Sölumaður / bílstjóri

Hörður Pétur Steinarsson

Pípulagningarmaður

Arkadiusz Borecki

PÍPULAGNINGARMAÐUR

Guðmundur Sindri Harðarson

Framleiðsla lok

Krystian Edward Borecki

Hafa samband