Previous
Next

Freshwater Salt System

s-Blue
Fresh Water system® saltkerfið gerir alla umhirðu heitra potta mun einfaldari og fyrirhafanarminni en áður. Með Fresh Water saltsystem helst vatnið tært og verður mýkra og ekki er þörf á öðrum efnum ss klór ofl. Ekki er þörf á að skipta um vatn nema á 12 mánaða fresti miðað við eðlilega umgengni eina sem þarf að gera er að setja salt í pottinn í upphafi og endurnýja Salt water carteright á 4ra mánaða fresti.

Viðgerðarþjónusta

s-Yellow

Við gerum við allar gerðir af heitum pottum einnig sjáum við um viðgerðir, yfirferð og endurnýjun sundlaugar búnaðar. Við bjóðum uppá þjónustusamninga þar sem við komum og yfirförum búnað, skiptum um vatn, djúphreinsum potta, skiptum um sand í sandsíum ofl ofl. Hjá okkur starfa pípulagningarmenn og erum með rafvirkja á okkar snærum. Við veitum einnig ráðgjöf varðandi búnað og notkun efna. Á verkstæði okkar gerum við við dælur og annan búnað. Áralöng reynsla.

Við sjáum um lok á pottana

Við framleiðum lok á heita potta eftir máli. Það skiptir engu hvort heiti potturinn þinn sé ferkantaður, sexhyrndur, áttyrndur, hringlaga eða allt þar á milli – Við gerum lok sem PASSA á pottinn þinn. Sendu okkur fyrirspurn eða pöntun með því að fara á lok.is og fylltu út formið. Lok.is hefur starfað um langt árabil og eru þekktir fyrir vönduð lok, en við hjá Lauginni tókum við þeim rekstri um áramót og ætlum að efla þá framleiðslu.

Umsagnir

"Kom í Laugina ehf. s.l. laugardag. Fékk viðgerðarmann samdægurs. Ég er meira en sáttur. Þetta eru menn sem kunna sitt fag."
"Fékk viðgerðarmann á staðinn sem vissi hvað hann var að gera. Frábært, ég er sáttur"
"Frábær þjónusta og góðar vörur, mæli 110% með þeim"

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu reglulegar upplýsingar um tilboð og nýjungar.

icons8-cookiesCreated with Sketch.

Vefkökur

Laugin.is notar vefkökur til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.